Allir að tala við alla

Kátur. Eyþór Arnalds var ánægður með árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík …
Kátur. Eyþór Arnalds var ánægður með árangur sjálfstæðismanna í Reykjavík á kosningavöku flokksins. Hann vill leiða myndun meirihluta. mbl.is/Árni Sæberg

Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavík kanna nú hug hver annars til myndunar borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. Oddvitarnir hafa átt í miklum samskiptum frá kosningum og líklegt er að viðræður á formlegri nótum hefjist í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur og fékk átta borgarfulltrúa kjörna. Eyþór Arnalds oddviti telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að leiða viðræður um myndun meirihluta. Samfylkingin tapaði fylgi og fékk sjö menn kjörna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meirihluti sé um tiltekin áherslumál Samfylkingarinnar.

Viðreisn er þó með pálmann í höndunum og á kost á því að leiða myndun borgarstjórnar til hægri eða vinstri. „Við lítum á niðurstöðuna sem sigur, við byrjuðum í núlli,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Hún segir athyglisvert hve margir flokkar fengu kjör. Skilaboð kjósenda séu skýrt ákall um breytingar.

„Allir eru byrjaðir að hringjast á og klukka hver annan. Það er samt ekkert farið af stað ennþá. Við leggjum áherslu á að okkar málefni verði skýr. Við erum að vinna að fjögurra ára samstarfi og það þarf að gera það vel,“ segir Þórdís Lóa í ítarlegri umfjöllun um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »