„Ég er bjartsýnni eftir daginn“

mbl.is/Arnþór

„Það er búið að rýna í málefnin og ég er búinn að hitta nokkra oddvita,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is nú á tíunda tímanum.

„Ég er bjartsýnni eftir daginn að það náist málefnaleg samstaða.“

Hann segir að nýkjörnir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni hittast í fyrramálið og að í kjölfar þess verði viðræðum haldið áfram.

mbl.is