Ekki verið boðuð á fundi

Sanna ætlar að ræða við sitt fólk í dag og ...
Sanna ætlar að ræða við sitt fólk í dag og kortleggja stöðuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er að fara að tala við mitt fólk, það er eina sem er á döfinni. Ég ætla heyra hvað þeim finnst, kortleggja stöðuna og ganga út frá því,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Flokkurinn fékk 6,4 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Hún hefur átt lauslegt spjall við oddvita hinna flokkana sem fengu kjörna fulltrúa í borginni en ekki verið boðuð á neina formlega fundi.

Sanna segir það ekki liggja fyrir hvort Sósíalistaflokkurinn hafi áhuga á að koma að meirihlutasamstarfi verði leitað eftir því. En ákvörðun um það verður væntanlega tekin í dag. Flokkurinn hefur þó útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

„Mér finnst mjög líklegt að við byrjum að ræða þetta og sjáum hvernig samræðurnar þróast hjá okkur. Hvað við leggjum áherslu á,“ segir Sanna um fyrirhugaðan fund Sósíalistaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina