Mun líklega afþakka laun bæjarfulltrúa

Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson. mbl.is/RAX

„Mér þætti ekkert óeðlilegt við það að allar greiðslur sem ég á að fá sem bæjarfulltrúi myndu detta út.“

Þetta segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Morgunblaðinu í dag, eftir að ljóst var að hann tæki sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar fylgisaukningar Sjálfstæðisflokks í kosningunum.

Gunnar hefur undanfarin ár sinnt starfi bæjarstjóra í Garðabæ en hefur þó ekki setið sem bæjarfulltrúi á sama tíma. Hann segir úrslitin hafa verið vonum framar og í raun hafi stærð kosningasigursins komið mikið á óvart.

Í fyrra fékk Gunnar greiddar rúmlega 30 milljónir króna í laun og hlunnindi eða sem nemur rúmum 2,5 milljónum króna á mánðuði. Samkvæmt skriflegu svari við fyrirspurn á fundi bæjarráðs í mars var Gunnar með 27.461.048 krónur í laun, 507.104 krónur fyrir að sitja sem varamaður í bæjarstjórn, 2.228.904 krónur í bifreiðastyrk og 279.578 krónur í dagpeninga.

Hér er hægt að lesa nánar um laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og sviðstjóra hjá sveitarfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert