„Mjög góður andi yfir þessu“

Hópurinn sem fundar í Marshall-húsinu.
Hópurinn sem fundar í Marshall-húsinu. mbl.is/Freyr

„Við erum bara rétt að byrja og við munum gefa okkur þann tíma í þetta sem þarf,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, VG, Viðreisnar og Pírata sem fara fram í Marshall-húsinu á Granda.

Hann vildi ekkert greina frá því um hvað hefur verið rætt. „Við erum bara að kynnast. Þetta er fyrsti dagurinn. Það er bara mjög góður andi yfir þessu og traust á milli fólks og mikið hlegið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina