„Setjum enga úrslitakosti“

Það var glatt á hjalla í Marshall-húsinu í hádeginu.
Það var glatt á hjalla í Marshall-húsinu í hádeginu. mbl.is/Freyr

„Við setjum enga úrslitakosti í byrjun samningaviðræðna. Það væri ekki gáfuleg samningatækni heldur. Það hefur enginn annar gert neitt slíkt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, spurð hvort rætt hefur verið um borgarstjórastólinn í formlegum meirihlutaviðræðum sem fara núna fram í Marshall-húsinu á Granda.

„Við komum bara að þessu borði öll saman með stóra markmiðið að mynda nýjan meirihluta með breytingum og nýrri sýn.“

Þórdís Lóa segist hafa átt mjög góð samtöl undanfarið bæði við oddvita til hægri og vinstri, stóra og smáa.

mbl.is/Freyr

„Það er meira sem sameinar okkur en sundrar okkur í stóru myndinni,“ segir hún um viðræðurnar við Samfylkinguna, VG og Pírata. „Á því byggjum við næstu fjögur ár. Ég er bara mjög bjartsýn. Ég er kannski ekki ný í samningagerð þannig að ég veit að það getur ýmislegt gerst. Við þurfum bara að vera öguð og vinna þetta saman og sjá hvernig það kemur út.“

Hópurinn sem fundar í Marshall-húsinu á Granda.
Hópurinn sem fundar í Marshall-húsinu á Granda. mbl.is/Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert