Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja viðræður í Kópavogi

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/RAX

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Kópavogi hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna.

Meirihluti sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar hélt velli í kosningunum og fyrir lá að Ármann vildi halda samstarfi flokkanna áfram. Um það var hins vegar ekki einhugur innan bæjarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og hefur hann fundað innbyrðis síðustu daga. 

Sjálfstæðisflokkur hefur fimm menn af ellefu í bæjarstjórn Kópavogs, en Framsóknarflokkur einn, Birki Jón Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina