Kæran hafi komið á óvart

Hvalá rennur til sjávar á Ströndum.
Hvalá rennur til sjávar á Ströndum. mbl.is/Golli

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að kæra til sýslumannsins á Vestfjörðum vegna gildis kjörskrár í hreppsnefndarkosningunum í Árneshreppi á Ströndum hafi komið sér á óvart.

„Ég frétti fyrst af þessari kæru í morgun,“ segir Eva í Morgunblaðinun í dag, „og ég viðurkenni það alveg, að kæran kom mér verulega á óvart. Persónulega sé ég engan flöt á því að kosningin í Árneshreppi hafi verið ólögmæt.“

Eva kveðst hafa gert sér vonir um að deilum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar væri lokið, með afgerandi niðurstöðum í hreppsnefndarkosningunum. Skýr vilji meirihluta íbúa í Árneshreppi fyrir virkjun Hvalár hafi komið fram í niðurstöðum kosninganna.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »