Ræða áfram myndun meirihluta borgarstjórnar í FB

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kemur til fundar í FB ...
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kemur til fundar í FB í gær. Meirihlutaviðræðum flokkanna verður haldið áfram í dag. mbl.is/​Hari

Borgarstjórnarviðræður Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs halda áfram í dag.

„Við ætlum að funda aftur í Fjölbrautaskóla Breiðholts í dag,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Líkt og undanfarna daga hefjast fundarhöldin klukkan níu og kveðst Dóra Björt bjartsýn á framgang þeirra. „Þetta lítur vel út,“ segir hún.

Öllu skemmri tími mun þó fara í viðræðurnar í dag en undanfarna daga þar sem borgarstjórnarfundur er á dagskrá nú síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina