Ásthildur ekki bæjarstjóri

Ásthildur Sturludóttir.
Ásthildur Sturludóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ásthildur Sturludóttir hefur látið af störfum sem bæjarstjóri í Vesturbyggð. Hún hefur gegnt embættinu frá 2010.

Nýr meirihluti í bæjarstjórninni, sem tók við í gær, ákvað að auglýsa starfið laust til umsóknar. Ásthildur var bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og óháðra sem misstu meirihluta sinn í kosningunum 26. maí.

„Í dag skila ég ásamt fráfarandi meirihluta blómstrandi sveitarfélagi sem er í mikilli sókn. Fjárhagsstaðan er góð. Ég er stolt af þeim verkum sem ég skila af mér og hefði gjarnan viljað klára þau,“ sagði Ásthildur í pistli á Facebook í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert