Lækka laun bæjarstjóra

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Laun bæjarstjóra verða lækkuð. Það verður ekki tekið á því í málefnasáttmálanum en laun verða lækkuð,“ segir Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær málefnasamning vegna meirihlutasamstarfs.

Í aðdraganda kosninga voru fulltrúar minnihluta auk Bjartrar framtíðar, sem var í meirihluta með Sjálfstæðisflokki, sammála um að laun bæjarstjóra væru of há og að þau yrðu lækkuð að loknum kosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert