Samstarf A-lista og N-lista

Jón Gíslason, oddviti A-lista, og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista.
Jón Gíslason, oddviti A-lista, og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista.

A-listi og N-listi í Húnavatnshreppi hafa náð saman um myndun meirihluta fyrir komandi kjörtímabil.

Var samningurinn undirritaður á sunnudag fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti.

Sammæltust listarnir jafnframt um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps. Málefnasamningur listanna verður gerður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir þá sem vilja kynna sér helstu áherslur nýs meirihluta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert