Félagslegt réttlæti og mannréttindi

Málefnasamningur nýs meirihluta á Akrueyri var undirritaður í Hofi.
Málefnasamningur nýs meirihluta á Akrueyri var undirritaður í Hofi. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Starf bæjarstjóra verður auglýst, skv. meirihlutasamkomulagi og málefnasamningi sem bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar tilkynntu og undirrituðu í Hofi í gær.

Forseti bæjarstjórnar verður Halla Björk Reynisdóttir (L) og formaður bæjarráðs verður Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), segir Hilda Jana Gísladóttir (S) í samtali um nýja meirihlutann í Morgunblaðinu í dag, en hún verður formaður Akureyrarstofu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð og frístundaráð fær jafnframt L-listinn, fræðsluráð og skipulagsráð fær Framsóknarflokkur og velferðarráð og stjórn Akureyrarstofu fellur Samfylkingu í skaut.

Málefnasamningurinn leggur áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda. Í fræðslumálum verður áherslan á að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og lengingu fæðingarorlofsins. Skólastjórnendur fái aukna faglega forystu, námið verður miðað að þörfum nemenda og efldur verður stuðningur við nemendur í vanda. Öflug íþróttafélög og lýðheilsa verður í forgrunni í frístundamálum og frístundastyrkur hækkaður í a.m.k. 50 þúsund kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert