Gagnrýna nýja meirihlutann

Hugmynd að legu Sundabrautar.
Hugmynd að legu Sundabrautar.

Bæjarstjórn Akraness skoraði í gær á Reykjavíkurborg og ríkið að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem bæti umferð til og frá höfuðborginni og auki umferðar- og almannaöryggi.

Bæjarstjórnin gagnrýnir að í málefnasamningi nýs meirihluta í borgarstjórn sé ekkert fjallað um þessa nauðsynlegu vegaframkvæmd.

Hafa beri í huga að Reykjavík sé höfuðborg Íslands og því beri borgarfulltrúum að hugsa um og taka tillit til hagsmuna og lífsgæða allra landsmanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.