Katrín nýr sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð

Katrín Sigurjónsdóttir l.t.v.
Katrín Sigurjónsdóttir l.t.v. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, en það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar á mánudag. Hún tekur við af Bjarna Th. Bjarnasyni.

Katrín er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks í sveitarstjórn.

Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Katrín var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista framsóknarmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert