Ættu að líta í eigin barm

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

„Svona eins og Megas sagði: „Svo skal böl bæta að benda á annað.“ Þetta horfir svolítið svoleiðis fyrir mér.“

Þetta segir Leó Snær Sveinsson, formaður bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, í Morgunblaðinu í dag um vantraust fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum á Pál Magnússon og kæru Sjálfstæðisflokksins vegna úrslita nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

„Þetta er náttúrlega bara vandræðalegt af hálfu sjálfstæðismanna. Að vera að bendla Pál einhvern veginn við þetta í staðinn fyrir að líta bara í eigin barm,“ segir Leó Snær og bendir á að Páll hafi ekki unnið með H-listanum að neinu marki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert