Eva áfram oddviti Árneshrepps

Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti Árneshrepps. mbl.is/Golli

Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí.  

Ekki var kosið í nefndir á fundi hreppsnefndarinnar en hreppsnefndarmenn kusu sín á milli um oddvita og varaoddvita. Guðlaugur Agnar Ágústsson var kjörinn varaoddviti. Annað var ekki tekið fyrir á þessum fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar.

Ein hjón eru nú í hreppsnefnd Árneshrepps en það eru þau Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason á Melum I. 

Hreppsnefnd Árneshrepps á sínum fyrsta fundi á nýju kjörtímabili. Frá ...
Hreppsnefnd Árneshrepps á sínum fyrsta fundi á nýju kjörtímabili. Frá vinstri: Bjarnheiður Júlía Fossdal, Björn Torfason, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti, Guðlaugur Agnar Ágústsson varaoddviti og Arinbjörn Bernhardsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is