Víða vantar sveitarstjóra

Bæjarstjóra vantar á Akureyri.
Bæjarstjóra vantar á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags.

Í Morgunblaðinu um helgina er auglýst eftir bæjarstjórum til starfa á Akureyri, í Fjarðabyggð, Ölfusi og nýju sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Þá vantar sveitarstjóra í Mýrdal og Bláskógabyggð.

Einnig vantar bæjarstjóra í Vesturbyggð, Ísafjarðarbæ, á Blönduósi, Hornafirði, í Árborg og Grindavík, svo og sveitarstjóra í Strandabyggð og á Skagaströnd. Umsóknarfrestur um þessi störf er yfirleitt fram undir næstkomandi mánaðamót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert