Misjafnar kröfur gerðar í auglýsingum eftir bæjar- og sveitarstjórum

Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð.
Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Misjafnar kröfur eru gerðar til tilvonandi bæjar- og sveitarstjóra þeirra fjórtán sveitarfélaga sem auglýsa nú stöðuna. Í auglýsingunum kemur fram að háskólamenntun er til dæmis ekki alltaf skilyrði.

„Starfs- og hæfniskröfur skipta ekki eins miklu máli og við myndum ætla þegar kemur að því að ráða sveitarstjóra,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Í Noregi er skýrt hvað sveitarstjórar eiga að gera. Hér er þetta ekki svona aðskilið og óljósari mörk á milli,“ segir Eva. „Bæjarstjórinn heyrir undir sveitarstjórnina, ef hún er ekki sátt við hann getur hún bara látið hann fara.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert