Þrettán vilja leiða Vopnafjarðarhrepp

Þrettán mann sóttu um stöðu sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps.
Þrettán mann sóttu um stöðu sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Ljósmynd/HB Grandi

Þrettán manns sóttu um stöðu sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt greinir frá þessu.

Vopnfirðingar auglýstu eftir jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi sem hefði áhuga og metnað fyrir uppbyggingu og þróun samfélagsins á Vopnafirði, en ekki voru sett ákveðin skilyrði um menntun eða hæfni. Sjö karlar og sex konur sóttu um stöðuna.

Ólafur Áki Ragnarsson var áður sveitarstjóri á Vopnafirði, en hann lét af störfum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra á Vopnafirði:

Ármann Jóhannesson, byggingaverkfræðingur, Grindavík.
Berghildur Fanney Hauksdóttir, ferðamálafræðingur og sjúkraliði, Vopnafirði.
Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefnaráðgjafi, Hafnarfirði.
Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur, Mosfellsbæ.
Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri, Egilsstöðum.
Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri, Reykjavík.
Magnús Már Þorvaldsson, fulltrúi, Vopnafirði.
Sara Elísabet Svansdóttir, gæðafulltrúi, Reykjavík.
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði.
Steingrímur Hólmsteinsson, starfsmaður í bókhaldi, Kópavogi.
Þorbjörg Gísladóttir, mannauðs- og skrifstofustjóri, Hafnarfirði.
Þór Steinarsson, stjórnsýslufræðingur, Reykjavík.
Þórður Valdimarsson, verkefnastjóri, Akureyri.

mbl.is