Vilja sjá þvingana- og nauðungarlaust Ísland

Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður stjórnar …
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður stjórnar Geðhjálpar. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsamtökin Geðhjálp munu funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í vikunni til þess að ræða þvingunaraðgerðir í heilbrigðiskrefinu, nauðung, undirliggjandi fordóma og mögulega mismunun gagnvart einstaklingum með geðrænar áskoranir á Íslandi.

Tilefni fundarins er andlát sjúklings á geðdeild Landspítalans, andlát manns í lögreglubíl og andlát sjúklings á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fengu fjölda umsagna frá starfsmönnum

Geðhjálp greinir frá því í bréfi til forsætisráðherra að í nóvember síðastliðnum hafi fjöldi starfsmanna geðsviðs Landspítalans lýst menningu innan sviðsins sem einkenndist af þvingunum, nauðung og atvikum sem flokkast sem lögbrot. Þessar frásagnir komu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðbúnað á vistheimilinu Arnarholti.

Geðhjálp vann upp úr þessum frásögnum greinargerð sem var send til Embættis landlæknis í nóvember.

Í bréfinu er einnig að finna þrjár af þeim níu aðgerðum sem Geðhjálp hefur lagt fram til þess að setja geðheilbrigðismál í forgang útlistaðar. Yfir 30 þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að setja þessar aðgerðir í forgang í nóvember síðastliðnum. 

Kleppur hýsir réttar- og öryggisgeðdeild LSH.
Kleppur hýsir réttar- og öryggisgeðdeild LSH. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vilja útiloka nauðung

Sú fyrsta er að útiloka nauðung og þvingun við meðferð. Þar er bent á að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingun óheimil en Ísland hefur enn ekki lögfest þann samning. Þá hafi ítrekað verið bent á að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög.

Tillaga Geðhjálpar er því sú að Ísland verði þvingunarlaust samhliða hinum nýrri útfærslu lögræðislaga og það sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, viðurkennir að þetta sé háleitt verkefni en að það sé stundum nauðsynlegt til þess að ná árangri. „Við getum ekki endalaust horft á fortíðina með augum nútímans, stundum þurfum við að horfa á nútímann með augum framtíðar.“

Breyta umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu

Geðhjálp vill sjá umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu í heild. Þetta sé nauðsynlegt svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem séu á hendi ríkisins. Sjúkrahúsa, heilsugæslu og sérfræðiþjónustu.

Að lokum leggja samtökin til að húsnæðis geðsviðs verði endurskoðað og samspil sjúkrahúsþjónustu og samfélagsþjónustu endurskoðað og hlutdeild samfélagsþjónustu aukið. Auk þess er nauðsynlegt að endurskoða hugmyndafræði, aðferðafræði og innihald meðferðar almennt. Það eru ýmsar nýrri tegundir meðferða nefndar til sögunnar á borð við lyfjalausar deildir, meðferð opinnar samræðu og annað slíkt:

„Áherslur Geðhjálpar miða að því að það heyri til undantekninga í framtíðinni að þurfa að leggjast inn á geðdeild en sé þess þörf verði þjónustan nútímaleg og framsækin,“ segir í bréfinu. Að við spyrjum frekar "hvað kom fyrir þig" heldur en "hvað er að þér."  

Geðhjálp vilja að innlagnir á Geðdeildir heyri til undantekninga
Geðhjálp vilja að innlagnir á Geðdeildir heyri til undantekninga Ljósmynd/Aðsend

Óskipuð nefnd eigi að skila tillögum í desember

Síðan minnir Geðhjálp forsætisráðherra á að Alþingi fól henni í sumar að skipa þriggja manna nefnd skipuðum sérfræðingum. Nefndin myndi framkvæmda úttekt þar sem ítarlegum upplýsingum væri safnað um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðræna vanda.

Nefnd þessi átti að skila tillögum til forsætisráðherra 1. desember 2021 en hún hefur ekki enn verið skipuð að sögn Gríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert