Píratar fremstir í umhverfis- og loftslagsmálum

Píratar er leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum í stefnum sínum …
Píratar er leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum í stefnum sínum fyrir komandi Alþingiskosiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar eru fremstir í umhverfis- og loftslagsmálum í stefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar samkvæmt kvarða Ungra umhverfissinna (UU).

UU kynntu í dag Sólina, kvarða sem notaður er til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka fyrir komandi Alþingiskosningar, á fund­i fólks­ins.

Kvarðinn er alls 100 stig og er skipt í þrjá hluta: Loftslagsmál (40 stig), náttúruvernd (30 stig) og hringrásarsamfélag (30 stig).

Flokkur fólksins og Miðflokkur áberandi lægstir 

Lítill munur var á tveimur efstu flokkunum en Píratar eru með 81,2 stig og Vinstri grænir með 80,3 stig.

Lægstir voru Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með einungis eitt stig. Þá fær Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5,3 stig og Framsókn 13 stig.

„Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann,“ segir í yfirlýsingu UU.

Listann í heild sinni má sjá á vef UU.

mbl.is