Skrýtið ef stjórnarflokkarnir ræddu ekki saman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnarsamstarfið hafi gengið vel, jafnvel betur en flestir hafi þorað að vona, og virðist opin fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, þótt hún ítreki að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga.

„Það væri í meira lagi einkennilegt ef við ræddum ekki saman – ef við höldum meirihluta – hvort það væri flötur að halda áfram,“ segir Katrín í formannaviðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, en útdráttur úr því er birtur í blaðinu í dag.

Katrín gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir um að flokkur hennar hafi tapað á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, hann hafi tapað meira í samstarfi við Samfylkingu ef út í það væri farið. Henni detti hins vegar ekki í hug að kenna samstarfsflokkunum um það. „Það er á okkar ábyrgð.“

Á hinn bóginn er hún vongóð um góðan árangur í kosningum, ríkisstjórnin hafi notið góðs stuðnings og hún vonast til þess að kjósendur meti það við flokkinn, sem leiddi hana.

Dagsmálsþættirnir verða í opinni dagskrá á mbl.is fram að kosningum: 

Katrín í Dagmálum 

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »