Stjórnmálaleiðtogar fara yfir málefni atvinnulífsins

Það styttist í kosningar.
Það styttist í kosningar. mbl.is/Hari

Forystufólk stjórnmálaflokkanna situr í dag fyrir svörum um samkeppnishæfni Íslands, efnahagslega framtíð landsins og stöðu fyrirtækja á opnum fundi Samtaka iðnaðarins nú í aðdraganda kosninga.

Fundurinn fer fram í Hörpu frá klukkan 13-15, en auk þess verður komið inn á nýja könnun meðal stjórnenda iðnfyrirtækja og tillögur samtakanna til umbóta verða kynntar. Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum hér að neðan.

Í upphafi mun Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, flytja ávarp, en svo mun Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, stýra umræðum við eftirtalið forystufólk flokkanna:

  • Flokkur fólksins – Inga Sæland
  • Framsóknarflokkur – Willum Þór Þórsson
  • Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • Píratar – Björn Leví Gunnarsson
  • Samfylking – Kristrún Frostadóttir
  • Sjálfstæðisflokkur – Bjarni Benediktsson
  • Sósíalistaflokkurinn – Gunnar Smári Egilsson
  • VG – Katrín Jakobsdóttir
  • Viðreisn – Daði Már Kristófersson 
mbl.is