Framboð Guðlaugs kostaði 11,1 milljón

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Prófkjörsbarátta Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra fyrr á árinu kostaði hann alls 11.114.091 kr. Uppgjörið má nálgast á vef Ríkisendurskoðunar.

Guðlaugur háði prófkjörsbaráttu gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra en Áslaug eyddi rúmum 8,7 milljónum í framboð sitt.

Af þeirri 11,1 milljón sem framboð Guðlaugs kostaði var 6,4 milljónum eytt í rekstur kosningaskrifstofu og 4,7 milljónum eytt í auglýsingar og kynningarkostnað.

Framlög lögaðila námu 2,8 milljónum, framlög einstaklinga voru alls 4,1 milljón en eigið framlag Guðlaugs nam alls 4,5 milljónum.

mbl.is