Ábyrg framtíð búin að kæra

Jóhannes segir það grafalvarlegt að ráðuneytið hafi ekki brugðist við.
Jóhannes segir það grafalvarlegt að ráðuneytið hafi ekki brugðist við. mbl.is

Ábyrg framtíð hefur kært niðurstöðu yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi til landskjörstjórnar. Þetta staðfestir Jóhannes Loftsson í samtali við mbl.is, en yfirkjörstjórn hafnaði framboðslista flokksins í gær.

Þriggja og hálfs tíma frestur

Jóhannes segir forsenduna fyrir kærunni vera að kjörstjórnin hafi í raun meinað stórum hluta kjördæmisins að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli, og bætir að það hafi raun verið ómögulegt að fyrir fólk, sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum, að skila inn meðmælum á pappír á tímanum sem var uppgefinn.

„Okkur er gefinn þriggja og hálfs tíma frestur til þess að svara. Þeir eru með rafrænt kerfi til þess að safna undirskriftum, en rafræna kerfið nær í rauninni bara til fólks sem er með rafræn skilríki. Til dæmis getur þú ekki notað Íslykil til þess að skrá inn meðmæli, og það er stór hluti fólks sem er bara með aðgang að Íslykli.“

Útilokað að skila á pappír

„Ég veit til þess þegar ég spurðist fyrir um þetta hjá dómsmálaráðuneytinu, því mér finnst þetta ágalli að fólk með Íslykil gæti ekki skráð meðmæli, var mér tjáð það að þeim þætti þetta í lagi vegna þess að fólk gæti skilað inn meðmælum á pappír. En í þessu tilviki var útilokað að skila inn meðmælum á pappír, til dæmis Höfn í Hornafirði, það er fimm tíma akstur til Selfoss.“

Jóhannes segir það grafalvarlegt að ráðuneytið hafi ekki brugðist við eftir ítrekaðar ábendingar frá flokknum um galla í kerfinu.

mbl.is