Vill ljúka málinu fyrir kosningar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Unnur Karen

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fyrr í vikunni drög að breytingum á reglugerðum um blóðgjöf. Breyt­ing­arn­ar fela meðal ann­ars í sér að ekki megi leng­ur mis­muna blóðgjöf­um á grund­velli kyn­hneigðar.

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir blóðbankans, hefur í samtali við mbl.is sagst telja drögin varhugaverð.

Seg­ir hann mik­il­vægt að breyt­ing­ar séu inn­leidd­ar með fag­leg­um hætti sem tryggi ör­yggi í hví­vetna, með svipuðum hætti og önn­ur lönd hafi gert.

Tillaga Svandís­ar sé „ein­hvers kon­ar óðagot“ sem geti „skapað óvissu og áhættu í heil­brigðisþjón­ustu“.

Málinu verði lokið fyrir kosningar

Aðspurð segist Svandís ekki vilja tjá sig um málið á meðan það er í samráðsgátt stjórnvalda. 

„Málið er í samráðsgátt og við sjáum hvaða athugasemdir koma þar fram á meðan sá frestur gengur yfir,“ segir Svandís, sem stefnir að því að ljúka málinu fyrir kosningar. 

„Þetta mál hefur verið á dagskrá hjá mér um langt skeið og mér finnst mikilvægt á meðan viljinn er alveg skýr af minni hálfu að gera það sem ég get til þess að ljúka því,“ segir Svandís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert