Ný stjórnarskrá skilyrði hjá Pírötum

Halldóra segir Pírata hafa áður sett þetta skilyrði, árin 2016 …
Halldóra segir Pírata hafa áður sett þetta skilyrði, árin 2016 og 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar munu eingöngu mynda ríkisstjórn með flokkum sem eru tilbúnir að innleiða nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Þetta sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Forystusætinu á Rúv í kvöld.

Halldóra segir Pírata vísa til frumvarps sem varð úr tillögum Stjórnlagaráðs árið 2012, sem lagðar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sama ár. 

„Getum ekki annað en staðið við það“

Hún sagði að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki strandað á viðræðum um nýja stjórnarskrá á árum áður en Píratar gerðu þetta stefnumál að skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum árin 2016 og 2017.

„Við sjáum ekki að þetta ætti að vera vandamál. Það eru flestir flokkar hljóta að vera sammála um það að við getum fundið leið til þess að virða þjóðarviljann. Flokkur eins og Píratar, lýðræðislegur flokkur, við getum ekki annað en staðið við það,“ sagði Halldóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert