Vilja vinda ofan af skaða nýfrjálshyggjunnar

Gunnar Smári formaður Sósíalistaflokksins á þingi Sósíalista í dag.
Gunnar Smári formaður Sósíalistaflokksins á þingi Sósíalista í dag.

Kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins var afgreidd í dag á Sósíalistaþingi sem var haldið í Tjarnabíói.  Kosningastefnuskráin var afgreidd undir kjörorðinu „Stórkostlegt samfélag“ og byggir stefnan á einstöku tækifæri Íslendinga til þess að byggja upp réttlátt, öruggt of öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokkinum.

„Sósíalistar ætla sér líka að ráðast gegn spillingu og elítustjórnmálum og styrkja hagsmunabaráttu almennings gegn auðvaldinu. Í stuttu máli ætla þeir sér að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni og öllum þeim skaða sem hún hefur valdið samfélaginu svo hér verði hægt að byggja upp stórkostlegt samfélag fyrir allt fólk,“ segir í tilkynningunni.

Samfélag byggt á kærleika og samkennd

Þar er farið um víðan völl og segir að aflið til þess að byggja upp kröftugt samfélag liggi hjá ríkisjóði, Seðlabankanum og almannavaldinu. Þar er varað við ef almenningur nær ekki yfirráðum yfir ríkisvaldinu mun auðvaldið nota ríkisvaldið til þess að styrkja eigin stöðu.

„Sósíalistar vilja nota þetta afl til að byggja upp stórkostlegt samfélag byggt á kærleika og samkennd. Þeir vilja endurskipuleggja skattkerfið svo þau sem mest eiga borgi mest en þau sem minnst eiga ekkert og endurheimta auðlindirnar úr höndum auðhringa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert