Heilbrigðismál efst í hugum landsmanna

Flestir vilja forgangsraða fé í heilbrigðismál.
Flestir vilja forgangsraða fé í heilbrigðismál. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heilbrigðismál er efst í huga kjósenda á Íslandi ef marka má viðhorfskönnun sem unnin var af Gallup fyrir þingflokk Pírata, í ágúst og september. 

Í könnuninni var spurt hvernig fólk vilji að Alþingi forgangsraði fjármunum til málaflokka á fjárlögum og þátttakendum síðan boðið að raða málaflokkum upp eftir röð mikilvægis. 

Næstflestir völdu umhverfis- og loftslagsmál, sem málaflokk sem auka mætti fjárframlög til. Þriðja mikilvægast, samkvæmt könnuninni, þótti tekjuskattur einstaklinga. 

Sjá má niðurstöður viðhorfskönnunarinnar hér: 

Niðurstöður viðhorfskönnunar Pírata.
Niðurstöður viðhorfskönnunar Pírata. Mynd/Aðsend
mbl.is