Innviðirnir ekki fylgt íbúafjölgun

Stapaskóli í Njarðvík.
Stapaskóli í Njarðvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Verði ekki komið betur til móts við nemendur sem kunna að vera í vanda eða brugðist við því að víða vantar til starfa kennara með starfsmenntun er slíkt uppskrift að vandamálum í framtíðinni. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann kveðst sakna þess að nú fyrir alþingiskosningar skuli ekki vera meiri umræða meðal frambjóðenda um skóla- og menntamál, svo mikilvæg sem þau séu.

Hvetjandi aðgerðir

Á líðandi kjörtímabili hefur verið efnt til ýmissa hvetjandi aðgerða í því skyni að fjölga grunnskólakennurum. Þetta segir Ragnar Þór hafa skilað ágætum árangri og afstýrt því að meiri vandi skapaðist. Úr ýmsu þurfi þó að bæta. Á Austurlandi, Vestfjörðum og Suðurnesjum stefni í að um þriðjungur þeirra sem sinna fræðslu í grunnskólum hafi ekki tilskilda menntun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »