Álitamál hvort Sjálfstæðisflokkur fari í samsteypustjórn

„Ég verð að segja alveg hreinskilningslega að þessar tölur koma okkur dálítið á óvart miðað við fyrri reynslu og uppsafnaða reynslu úr kosningaáráttunni, allra frambjóðenda. Þetta setur okkur í veikari stöðu en við erum í í dag og það er auðvitað álitamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvort að hann myndi gera rétt með því að fara í samsteypustjórn við þessar aðstæður,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, um stöðu flokksins í skoðanakönnunum. 

Hann var gest­ur í Dag­mál­um þar sem for­svars­menn stjórn­mála­flokka ræddu stöðuna fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Fóru umræðurn­ar fram í húsnæði ritstjórnar Morg­un­blaðsins og mbl.is við Há­deg­is­móa í Reykja­vík. 

Fjölflokka glundroði

Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn gæti þurft að fara í endurskipulagningu til að sækja fram með stefnu flokksins líkt og gert var á árunum eftir hrun. 

„Kjósendur eiga valið, annað hvort erum við í ríkisstjórn sem leiðandi afl, það er að segja með flesta þingmenn og stoðin sem heldur flestum þingmönnum að stjórninni eða eins og menn sjáá tölunum, það tekur við einhverskonar, ég ætla að leyfa mér að segja glundroði,“ sagði Bjarni. 

mbl.is