Enginn með tærnar þar sem hann hefur hófana

Kristján Guy Burgess og Svanhildur Hólm ræddu frammistöðu formanna í …
Kristján Guy Burgess og Svanhildur Hólm ræddu frammistöðu formanna í síðari pallborðsumræðum Dagmála. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er bara spurning hvort að framboðið sé svo mikið á þessum stutta tíma að skilaboðin drukkni,“ segir Svanhildur Hólm, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, um skilaboð stjórnmálaflokkanna á samfélagsmiðlum, og bendir á að Miðflokkurinn auglýsi fyrir háar upphæðir á facebook en gagnrýni aðra flokka fyrir „ímyndarstjórnmál“. 

Svanhildur veitir ásamt Kristjáni Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðingi álit á frammistöðu formanna stjórnmálaflokka í síðari pallborðsumræðum Dagmála þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Katrín Jakobsdóttir, Inga Sæland og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tókust á. 

Miðflokkurinn að prjóna yfir sig

„Svo vildi Sigmundur líka tala um nýaldarstjórnmál og ímyndarstjórnmál og Þórhildur Sunna vildi líka draga það fram að hann væri að leika ákveðið hlutverk í sinni pólitík [...] Miðflokkurinn er ekki síður að leggja áherslu á ímynd en aðrir flokkar í þessum kosningum og auglýsir alveg gríðarlega mikið,“ sagði Kristján Guy. 

„Auglýsingastofan Sahara tekur það saman hvernig flokkarnir verja fjármunum eða hversu mikið þeir auglýsa á samfélagsmiðlum og þar sér maður að Miðflokkurinn er bókstaflega að prjóna yfir sig þessa daganna. Það er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann er með hófana,“ sagði Svanhildur Hólm.

Pallborðsumræðurnar sjálfar má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert