Ágúst Ólafur fer í síðustu ferðina

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Hari

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fer í síðustu utanlandsferðina fyrir hönd Alþingis á þessu kjörtímabili, frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Á vef Alþingis kemur fram að Ágúst Ólafur sæki norrænan samráðsfund IPU, heimssambands þjóðþinga, í Helsinki í Finnlandi dagana 22.-24. september. Með honum í för er Arna Gerður Bang, starfsmaður skrifstofu Alþingis.

Almennar kosningar til Alþingis fara fram næstkomandi laugardag, 25. september, þegar kosnir verða 63 einstaklingar til setu á Alþingi. Þann sama dag verður þing rofið samkvæmt forsetabréfi, sem gefið var út 12. ágúst sl.

Missa umboðið á miðnætti

Eftir þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1991 (24. gr.) skulu alþingismenn halda umboði sínu fram til kjördags. Nýtt Alþingi skal koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir kjördag.

Með þingrofinu á laugardaginn missa allir núverandi alþingismenn umboð sitt frá miðnætti á föstudaginn. Sumir þeirra munu ekki setjast aftur á Alþingi, þar á meðal Ágúst Ólafur. Hann er ekki meðal frambjóðenda hjá Samfylkingunni á laugardaginn.

Eftirtaldir þingmenn, sem kjörnir voru á Alþingi 28. október 2017, verða annaðhvort ekki á listum flokkanna eða í efstu sætum þeirra í kosningunum nú: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Ólafur Ísleifsson, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy, Steingrímur J. Sigfússon, Þorsteinn Víglundsson (hætti á kjörtímabilinu), Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir(látin).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »