Ásmundur gæti þurft að treysta á jöfnunarsæti

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið á fylgi flokka í komandi Alþingiskosningum bendir til þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fái ekki þingsæti í Reykjavík norður fyrir Framsóknarflokkinn. Hann gæti þurft að treysta á jöfnunarsæti.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20% fylgi í könnuninni en það er rúmu prósenti minna en hann mældist með vikuna áður. Samfylkingin bætir aðeins við sig og mælist með 14,7% fylgi, Píratar bæta meira við sig og mælast nú með 13,1% í stað 11,5% í síðustu viku. 

Þá mælist Framsókn með 12,2 prósent og Vinstri græn með 10,7%. Samtals mælast ríkisstjórnarflokkarnir þrír því með 43,1% fylgi og bendir könnunin því til þess að ríkisstjórnin muni falla. 

Viðreisn fær 9,3 prósent, Sósíalistar 6,9 prósent, Miðflokkurinn 6,6 prósent og Flokkur fólksins 5,2 prósent. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mælist með 1,1 prósent. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert