Hefði staðið öðruvísi að samningum en Svandís

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nota eigi þann kost sem betri er í hvert sinn, aðspurður hvar flokkurinn standi varðandi skipti hins opinbera og einkaaðila sem veita heilbrigðisþjónustu.  

„Við eigum ekki að vera uppfull af þeim kreddum. Við eigum bara að nota það sem er skynsamlegast.“

Sigurður Ingi tók þátt í fyrra pallborði formanna stjórnmálaflokkanna í Dagmálum.

Styðji blandað kerfi

Hann segir sömuleiðis að Framsókn styðji blandað kerfi í heilbrigðisþjónustu og að hefði hann verið heilbrigðisráðherra á yfirstandandi kjörtímabili hefði verið samið öðruvísi við stofur sem framkvæma ýmsar aðgerðir strax í upphafi. 

„Ætli það væri ekki bara best að Framsóknarflokkurinn tæki við þessum málaflokki,“ sagði Sigurður Ingi síðan og vísaði í hið umtalaða slagorði Framsóknar; er ekki bara best að kjósa Framókn?

Sjá má umræður álitsgjafa á þættinum hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert