„Meint vafasöm fortíð“ leiðinlegasta málið

„Ég er spurður hér hvað ég var að gera í fyrirtækjum sem að voru hér fyrir hrun. En fólk sem eru persónur í rannsóknarskýrslu Alþingis, fólk sem að var í Panamaskjölunum, fólk sem að kom við sögu í hrunrannsóknum saksóknara er ekki spurt. Ég er í engum af þessum skjölum,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi og lá hátt rómur, í fyrra pallborði formanna flokkanna í Dagmálum. 

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptafréttastjóri hjá Morgunblaðinu sagði téð fólk hafa verið þráspurt um sína fortíð í viðskiptum. 

Sagðist hafa verið þráspurður 

„Heldur þú að það sé ekki búið að þráspyrja mig [Stefán] Einar, ég held að þú sért búinn að vera að því í nokkur ár,“ svaraði Gunnar Smári. 

Stefán Einar neitaði því og sagist rétt að vera að byrja að því. 

„Þetta er leiðinlegasta mál þessarar kosningabaráttu, er meint vafasöm fortíð mín sem að poppar alltaf upp í fjölmiðlum sem að því miður eru meira og minna í eigu auðvaldsins, í boði kvótagreifa,“ sagði Gunnar Smári að endingu. 

Sjá má umræður álitsgjafa á þættinum hér: 

mbl.is