Hvar á ég að kjósa?

mbl.is

Íslendingar velja sér þingmenn í kosningum til Alþingis á morgun. Kjörstaðir opna fyrir hádegi og standa flestir opnir fram á kvöld, þeim er þó undantekningalaust lokað fyrir klukkan eða klukkan tíu að kvöldi. Kjósendum ber að framvísa gildum persónuskilríkjum á kjörstað. En hvar eru þessir staðir? 

Lang einfaldasta leiðin til þess að komast að því hvar hver og einn á að kjósa er að nota vefsíðu Þjóðskrár. Þar er hægt að slá inn kennitölu og fá þá út í hvaða kjördæmi viðkomandi er og hvaða kjörstaður er ætlaður honum. 

Kjósandi er á kjörskrá í sveitarfélaginu þar sem hann hafði lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. 21. ágúst sl. Sveitarfélög auglýsa einnig kjörstaði á sínum heimasíðum. Hér neðar í fréttinni má finna upplýsingar um kjörstaði í flestum stærstu sveitarfélögum landsins.

Meginreglan er sú að ekki megi loka kjörstöðum fyrr en þeir hafa verið opnir í átta klukkustundir og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Undantekningu má gera á þessu ef allir sem eru á kjörskrá hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi þarf að slíta fyrir klukkan tíu að kvöldi.

Hvað með þá sem eru í sóttkví eða einangrun?

Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á kosningarnar enda nokkur hundruð kosningabærs fólks í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. Þetta fólk má ekki greiða atkvæði á almennum kjörstöðum eða utankjörfundar-stöðum. Svo að þessir kjósendur geti greitt atkvæði í kosningum til Alþingis 25. september hefur verið sett sérstök reglugerð í samráði við sóttvarnayfirvöld. Reglurnar eru eftirfarandi:

Kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun mega koma akandi í einkabíl á sérstakan kjörstað.

Sýslumenn setja upp sérstaka kjörstaði og auglýsa þá. Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstöðum má hefjast 20. september en opnunar- og lokunartími hvers kjörstaðar verður mismunandi eftir umdæmum sýslumanna.

Hér má finna lista yfir sérstaka kjörstaði vegna Covid-19.

Ef fólk sem er í þessari aðstöðu getur ekki keyrt á sérstakan kjörstað getur hann óskað eftir kosningu á dvalarstað. Leggja þarf inn beiðni fyrir alla kjósendur á sama dvalarstað.

Kjósandi í sóttkví þarf að tilgreina ástæður þess að hann kemst ekki á sérstakan kjörstað. Kjósandi í einangrun þarf ekki að gera það.

Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg.

Beiðni um heimakosningu þarf að berast snemma

Ef einstaklingur sem er í sóttkví eða einangrun og getur ekki farið á sérstakan kjörstað dvelur í sínu eigin kjördæmi þarf viðkomandi að biðja um heimakosningu í allra síðasta lagi fyrir klukkan 10 í fyrramálið. Ef dvalarstaður viðkomandi er ekki í hans eigin kjördæmi þá er orðið of seint fyrir þann hinn sama að óska eftir heimakosningu. Beiðnin hefði þá þurft að berast í gær. 

Hér að neðan eru dæmi um kjörstaði í nokkrum af stærstu sveitarfélögum landsins. Listinn er ekki tæmandi og er fólki bent á vefsíðu Þjóðskrár eða vefsíður sveitarfélaga fyrir nánari upplýsingar.

Kjörstaðir í Reykjavík
Kjörstaðir í Reykjavík Kort/Reykjavíkurborg

Kjörstaðir í Reykjavík og nágrenni

Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og hafa fimm kjörstaðir bæst við síðan í síðustu kosningum.  Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli.

Allir kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is,“ segir á vef borgarinnar. 

Kosningar fyrir íbúa Mosfellsbæjar fara fram í Lágafellsskóla. Kjörstaður er opinn frá kl. 9:00 - 22:00.

Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, íþróttahúsið Smárinn og íþróttahúsið Kórinn. 

Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7 . Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur kl. 22.

Kjörfundur í Garðabæ fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni við Skólabraut (beygt inn af Bæjarbraut, á milli Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskólans í Garðabæ) og í hátíðarsal Álftanesskóla við Breiðumýri. Kjörstaðirnir eru opnir frá klukkan 9 og til 22. 

Kjörstaðir á Akureyri og nágrenni

Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verður kjörstaður í Félagsheimilinu Múla.

Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00. Kjörstað kann að vera lokað fyrr í Hrísey og Grímsey en staðirnir verða opnir að lágmarki til klukkan 17:30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

Kjörstaðir í Árborg

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00 Kosið er í sex kjördeildum í sveitarfélaginu.

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild I

 • Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A-D. Óstaðsettir í hús í Sveitarfélaginu Árborg.

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild II

 • Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum E-G. Kjósendur í Háengi og kjósendur í húsum sem ekki hafa götuheiti á Selfossi.

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild III

 • Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum H-R. Nema kjósendur í Háengi.

Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild IV

 • Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum S-Þ.

Samkomuhúsið Staður, Búðarstíg 7, Eyrarbakka
Kjördeild V

 • Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka. Fyrir kjósendur búsetta í Tjarnarbyggð.

Grunnskólinn á Stokkseyri , Stjörnusteinum 2
Kjördeild VI

 • Fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri og í dreifbýli við Stokkseyri. Fyrir kjósendur búsetta í Sandvíkurhreppi.

Kjörstaður í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er kosið í Barnaskóla Vestmannaeyja. Kjörfundur hefst 9:00 og lýkur klukkan 22:00

Kjörstaður í Hveragerði

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 í Grunnskólanum í Hveragerði við Skólamörk.

Kjörstaðir í Múlaþingi

Menntaskólinn á Egilsstöðum vegna kjördeilda sem taka til fyrrum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur 22:00.

Skrifstofa Múlaþings á Borgfirði eystra vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Borgarfjarðarhrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 17:00.

Tryggvabúð á Djúpavogi vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Djúpavogshrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 19:00.

Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 21:00.

Fjarðabyggð

Mjóifjörður - Sólbrekka

Norðfjörður - Nesskóli

Eskifjörður - Tónlistarmiðstöð

Reyðarfjörður - Safnaðarheimili

Fáskrúðsfjörður - Grunnskóli

Stöðvarfjörður - Grunnskóli

Breiðdalur - Grunnskóli

Kjörstaðir verði opnir milli 09:00 og 22:00 nema í Mjóafirði þar sem opið verður milli 09:00 og 14:00 eða 17:00. 

Kjörstaðir í Ísafjarðarbæ

Kjörfundur hefst kl. 09:00 í öllum kjördeildum og stendur til kl. 21:00 í 1.-3. kjördeild en til kl. 20:00 í 4.-6. kjördeild. Kosið verður á eftirtöldum stöðum:

1.-3. kjördeild í Menntaskólanum á Ísafirði
4. kjördeild í Grunnskólanum á Suðureyri
5. kjördeild í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri
6. kjördeild í Grunnskóla Þingeyrar (athugið breytingar frá áður auglýstri staðsetningu)

Kjörstaður í Akraneskaupstað

Kjörfundur á Akranesi fer fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum í stað Brekkubæjarskóla eins og verið hefur margar undanfarnar kosningar. Hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00.

Kjörstaðir í Snæfellsbæ

Ólafsvíkurkjördeild

 • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík.
 • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Hellissands- og Rifskjördeild

 • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi.
 • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild

 • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli.
 • Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00.

Kjörstaðir í Borgarbygð

Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi

 • Það kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár
 • Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.

Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu

 • Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár
 • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku

 • Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
 • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi

 • Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
 • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00.

Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási

 • Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar
 • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum

 • Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals
 • Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00

Kjörstaðir í Suðurnesjabæ

Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.

Kjörstaður í Reykjanesbæ

Kjörstaður í Reykjanesbæ er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann opnar klukkan 9:00 og lokar klukkan 22:00.

Kjörstaður í Grindavíkurbæ

Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.

Kjörstaðir í Skagafirði

Opnunartímar eru mismunandi á kjörstöðum í Skagafirði. Þeim verður í síðasta lagi lokað klukkan 22:00.

Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli: þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00. 

Kjördeild í Bóknámshúsi FNV: þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00

Kjördeild í Félagsheimilinu Árgarði: þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum: þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00

Kjördeild í Höfðaborg Hofsósi: þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00. 

Kjördeild á Ketilási: þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00

Kjördeild í Varmahlíðarskóla: þar kjósa íbúar fyrrum Staðar – og Seyluhrepps  – kjörfundur hefst kl. 10:00 

Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki: kjörfundur hefst kl. 13:00

Kjörstaðir í Norðurþingi

 • Kjördeild I og II - Borgarhólsskóla Húsavík
  Fyrir íbúa Húsavíkur og Reykjahverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-22:00. Inngangur að austanverðu, gengt Framhaldsskólanum.

 • Kjördeild III - Skúlagarði
  Fyrir íbúa Kelduhverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

 • Kjördeild IV - Skólahúsinu Kópaskeri.
  Fyrir íbúa Kópaskers og Öxarfjarðar. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.

 • Kjördeild V - Ráðhúsinu Raufarhöfn
  Fyrir íbúa Raufarhafnar og nágrennis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
mbl.is