31,7% búin að kjósa í Suðurkjördæmi

Færri höfðu greitt atkvæði í Suðurkjördæmi klukkan 15 í dag …
Færri höfðu greitt atkvæði í Suðurkjördæmi klukkan 15 í dag en á sama tíma fyrir fjórum árum. mbl.is

Klukkan 15 síðdegis í dag höfðu 31,7% þeirra á kjörskrá greitt atkvæði í Suðurkjördæmi. Það er tveimur hundraðshlutum færri en höfðu greitt atkvæði á sama tíma í Alþingiskosningum 2017. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is.

Minnst þátttaka í Reykjanesbæ en mest í Ásahreppi

Þórir bendir þó á að mikill fjöldi kjósenda greiddu atkvæði utan kjörfundar sem kunni að skekkja myndina. Þá telur hann ljóst að talning atkvæða kunni að dragast langt fram á nótt vegna þess. 

Kjörsókn var lökust í Reykjanesbæ þar sem rétt ríflega fjórðungur hafði greitt atkvæði. en mest í Ásahrepp þar sem 49,3% kosningabærra höfðu greitt atkvæði klukkan 15. Þórir segir það þó spila inn í að einungis 152 séu á kjörskrá í Ásahreppi.

Starfsmenn á kjörfundi í Vestmannaeyjum.
Starfsmenn á kjörfundi í Vestmannaeyjum. Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert