Frambjóðendur mættu með nælur þvert á kosningalög

Barmmerkin eru missýnileg á formönnunum fjórum.
Barmmerkin eru missýnileg á formönnunum fjórum. Samsett mynd

Nokkrir formenn stjórnmálaflokka virðast hafa virt 117. grein kosningalaga að vettugi þegar þeir gengu til kosninga i dag. Í greininni er það kallað óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll „að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, [...], með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum.“

Báru barmmerki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins báru öll barmmerki flokka sinna á kjörstað í dag.

Formenn yfirkjörstjórna Suðvestur-, Reykjavíkur nyrðri og Suðurkjördæmis sögðust ekki hafa heyrt af neinum einstökum málum af þessu tagi í samtali við mbl.is. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar vildi ekki tjá sig um tilvikin þegar mbl.is náði tali af henni í kvöld. 

Hér má sjá myndirnar af frambjóðendunum:

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Unnur Karen
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Sigurður Bogi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert