Fyrsta skref að sjá hvort stjórnin haldi

Bjarni Benediktsson var kátur þegar hann greiddi atkvæði í Garðabæ …
Bjarni Benediktsson var kátur þegar hann greiddi atkvæði í Garðabæ í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í morgun atkvæði í Mýrinni í Garðabæ. Bjarni vonast til að flokkurinn uppskeri meira en kannanir hafa sýnt.

„Mér finnst fyrsta skrefið vera að sjá hvort stjórnin haldi velli og hvort við finnum flöt á því að ræða saman. Það er svona næsti leikur,“ segir Bjarni í samtali við blaðamann mbl.is eftir að hafa kosið í Garðabæ í morgun.

Kosningakaffi víða í kjördæminu

Bjarni vonast til að flokkurinn uppskeri meira en kannanir hafa sýnt. 

„Ég held að þetta verði óhemju spennandi kosningar. Fylgið er á hreyfingu og það hefur verið að hreyfa sig í átt að stuðningi við okkur í auknum mæli og við vonumst til að það haldi áfram og flæði inn á þennan dag og við uppskerum meira en síðustu kannanir hafa sýnt,“ segir Bjarni.

Spurður hvernig dagskráin verði í dag segir Bjarni hana vera hefðbundna. „Við erum með kosningakaffi víða í kjördæminu og munum fara á milli staða til að heilsa upp á okkar fólk og þakka öllum sem hafa tekið þátt í baráttunni fyrir þeirra framlag.“

Kjörseðill.
Kjörseðill. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert