Inga bjartsýn fyrir kvöldinu

Inga Sæland greiddi sitt atkvæði í Ingunnarskóla.
Inga Sæland greiddi sitt atkvæði í Ingunnarskóla. mbl.is/Unnur Karen

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greiddi sitt atkvæði í morgun í Ingunnarskóla. Inga er  bjartsýn og spennt fyrir kosninganóttinni. 

„Ég er með fiðring í maganum, mér hefur aldrei liðið svona í kosningabaráttu áður,“ segir Inga og hlær. 

Inga segist treysta kjósendum fullkomlega að kjósa það sem þeim finnst vera rétt. 

„Fyrir mig er aldrei neitt annað sem kemur til greina en Flokkur fólksins, enda er ég ein af þeim sem fóru beinustu leið á kjörstað og kusu Flokk fólksins.“

„Fyrir mig er aldrei neitt annað sem kemur til greina …
„Fyrir mig er aldrei neitt annað sem kemur til greina en Flokkur fólksins.“ mbl.is/Unnur Karen
mbl.is