Kjörstaðir opnir

Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.
Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörstaðir voru víðast hvar opnaðir kl. 9 og þeir verða opnir til. kl. 22 í kvöld. 

Sigurjón Einarsson mætti á traktor á kjörstað í Breiðagerðisskóla þegar …
Sigurjón Einarsson mætti á traktor á kjörstað í Breiðagerðisskóla þegar kjörstaðir opnuðu kl. 9. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarfélög auglýsa kjörstaði vegna kosninganna og mörg þeirra birta einnig upplýsingar um kjördeildir á vefjum sínum. Dómsmálaráðuneytið hefur safnað upplýsingum um kjörstaði og tengt í slíkar upplýsingar á vefjum sveitarfélaganna. Enn eru allnokkur sveitarfélög ótengd, meðal annars vegna þess að upplýsingar hafa ekki birst á vefjum þeirra.

Upplýsingar um kjördæmi og kjörstaði.

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá.

Uppfletting í kjörskrá.

Kjósendur sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 mega ekki greiða atkvæði á almennum kjörstöðum eða utankjörfundarstöðum. Þeim er hins vegar heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar á sérstökum kjörstöðum með aðstoð kjörstjóra.
Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstöðum hófst 20. september en opnunar- og lokunartími hvers kjörstaðar er mismunandi eftir umdæmum sýslumanna.

Á vefslóðinni island.is/covidkosning2021 er að finna nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og þar er einnig unnt að sækja um kosningu á dvalarstað.

Nú er það landsmanna að ákveða hver eigi skilið að …
Nú er það landsmanna að ákveða hver eigi skilið að stýra næstu fjögur árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina