Lögreglan ekki með neinn sérstakan viðbúnað

Flestir kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9 í morgun en kjörstöðum …
Flestir kjörstaðir voru opnaðir klukkan 9 í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan 22 í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á landsbyggðinni er ekki með neinn sérstakan viðbúnað á kjörstöðum í dag en kjörstaðir voru víðast hvar opnaðir klukkan níu í morgun. 

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa kosningar gengið vel í morgun, bæði færð og veður er í lagi á Akureyri og lögreglan ekki heyrt af neinum hnökrum á kjörstöðum. Almennt þurfi lögreglan að hafa lítið inngrip á dögum sem þessum en hún fylgist þó með. 

Þá fellur það í hlut lögreglunnar á Akureyri að flytja kjörgögn á talningarstaði. 

Samkvæmt lögreglunni á Borgarnesi ganga kosningarnar rólega fyrir sig í sveitinni og er hún ekki með neinn sérstakan viðbúnað á kjörstöðum. 

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum hefur, enn sem komið er, allt gengið vel og farið vel fram.

Þá er einungis um almenna löggæslu að ræða á Egilsstöðum en þó eru áherslur aðeins breyttar. Umferðareftirlit er minna en eftirlit með kosningum er meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert