Mætti á traktor á kjörstað

Sigurjón Einarsson mætti á traktor á kjörstað í dag.
Sigurjón Einarsson mætti á traktor á kjörstað í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurjón Einarsson mætti á traktor á kjörstað í Breiðagerðisskóla í morgun. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í dag.

„Ég vildi monta mig af því að ég var nýbúinn að gera hann upp,“ segir Sigurjón, eigandi traktorsins, í samtali við mbl.is.

Sigurjón segist ekki nota traktorinn mikið til að ferðast á milli staða, hann sé aðallega upp á punt. 

Traktorinn keypti hann af trésmið á Egilsstöðum fyrir ári. 

mbl.is