Meiriháttar verkefni að leiða ríkisstjórn

„Við höfum náttúrulega verið að fylgjast með könnunum þannig að við teljum þennan árangur vera ágætan miðað við þær kannanir sem við höfum verið að sjá. Fyrir utan það að það er náttúrulega meiriháttar verkefni að taka að sér að leiða ríkisstjór, ekki síst á tímum heimsfaraldurs þannig að það kemur ekkert á óvart þó að eitthvað gefi eftir í fylgi frá því síðast,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að fyrstu tölur bárust í kvöld. 

Katrín segist hafa þá trú, miðað við þann meðbyr sem hún hefur fundið, að Vinstri hreyfingin grænt framboð muni koma ágætlega út úr kosningunum. 

Katrín segir sitja eftir kosningabaráttuna hve frábær hreyfingin er og að alltaf sé gaman í henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert