Ræða Katrínar: „Besta partýið hér“

„Það þarf ekki að spyrja að því hvar besta partýið er því að það er svo augljóst að það er nákvæmlega hér og það er nákvæmlega núna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við mikil fagnaðarlæti þegar hún ávarpaði félaga sína í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir að fyrstu tölur bárust í kvöld.

Hún sagði engan hafa getað séð fyrir hvernig það yrði en fyrst og fremst væri hún stolt að tilheyra hreyfingunni þar sem bestu félaga í heimi væri að finna. 

Sjá má ræðu Katrínar á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is