Tækifærin fyrir hendi á Íslandi

Sigurður Ingi Jóhannsson á kjörstað í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson á kjörstað í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Elsa Ingjaldsdóttir kona hans, voru meðal þeirra fyrstu sem greiddu atkvæði á kjörstað í Hrunamannahreppi í morgun. Þau hjón búa þar í sveit og kjörstaðurinn er á Flúðum.

„Skoðanakannanir undanfarna daga sýna að Framsóknarflokkurinn hefur verið í sókn. Slíku ber saman við tilfinninguna, kjósendur eru jákvæðir í okkar garð,“ sagði Sigurður Ingi við blaðamann mbl.is sem var á Flúðum í morgun.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Kosningar 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson og Elsa Ingjaldsdóttir. Kosningar 2021 mbl.is/Sigurður Bogi

„Viðhorfin sem ég hef fundið er vilji þorra fólks til að áfram ríki jafnvægi í samfélaginu. Að engar byltingar verði gerðar en lífið batni hægt og rólega. Slíkar lausnir býður Framsóknarflokkurinn. Eftir umræður gærkvöldsins í sjónvarpi sýnist mér fólk þvert á flokka líka vera sammála um að tækifærin séu fyrir hendi á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi.

Formaður Framsóknarflokksins ætlar í dag að heilsa upp á stuðningsfólk sitt víða í Suðurkjördæmi – heyra í því hljóðið og hvetja til dáða. Leiðin liggi svo til Reykjavíkur til funda og samfélags við framsóknarmenn þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert