Um 12% búin að kjósa í Norðvesturkjördæmi

Í umdæminu eru 21.500 manns á kjörskrá.
Í umdæminu eru 21.500 manns á kjörskrá. mbl.is

Klukkan 12 í dag voru rúmlega tvö þúsund manns eða í kringum 12% þeirra sem eru skráðir á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi búin að kjósa samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu.

Í umdæminu eru 21.500 manns á kjörskrá.

Fleiri hafa kosið á þessum tíma í ár en í alþingiskosningunum árið 2017, þá höfðu um 10% kosið. Ef litið er til forsetakosninganna árið 2020 höfðu aðeins um 6-7% kosið klukkan 12.

Fyrstu tölur frá kjördæminu koma um ellefuleytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert