Beri ekki vitni um vinstrisveiflu

„Hann á auðvitað þekkta sögu um að vera inni og …
„Hann á auðvitað þekkta sögu um að vera inni og úti til skiptis á kosninganótt en ég bind miklar vonir við það um að hann nái inn,“ segir Áslaug Arna um Birgi Ármanns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir fyrstu tölur ánægjulegar en komi sér ekki á óvart miðað við það sem hún segir meðbyr í baráttunni.

„Það er ótrúlega ánægjulegt að sjá þessar tölur og að við séum að bæta við okkur þingmanni í Reykjavíkurkjördæminu. Nú þurfum við að fylgjast með kvöldinu en þetta er auðvitað mjög ánægjulegt miðað við hvað við höfum verið að sjá í vikunni,“ segir Áslaug og bætir við að ánægjulegt sé að sjá Birgi Ármannsson inni, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins.

Ertu vongóð um að hann verði enn inni þegar síðustu atkvæði hafa verið talin?

„Hann á auðvitað þekkta sögu um að vera inni og úti til skiptis á kosninganótt en ég bind miklar vonir við það um að hann nái inn. Ég hef fundið meðbyrinn í baráttunni og mikinn stuðning og það er að skila sér miðað við þessar tölur.“

Eðlilegt að stærsti flokkurinn fái umboðið

Áslaug segir tölurnar ekki koma sér á óvart. „Þær gefa ekki þá raun um það sem margir höfðu spáð um, að hér væri mikil vinstrisveifla.“

Hver heldur þú að fái stjórnarmyndunarumboðið þegar allt er komið úr kössunum? 

„Mér finnst alltaf eðlilegt að það sé stærsti flokkurinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert